HAUSTFAGNAÐUR Laugardaginn 25.okt. 2014

September 17th, 2014 Comments off

HAUSTFAGNAÐUR Laugardaginn 25.okt. 2014
Grendahuset i Vormedal-húsið opnar kl.18:30

Jæja, nú er ykkur óhætt að fara pússa dansskóna!!
Íslendingafélagið Hugi fagnar haustinu með pompi og prakt.
Íslenska hljómsveitin FLUG heldur uppi stuðinu fram á nótt.
Að sjálfsögðu verður haustmatur(svið) á matseðlinum og einnig matur fyrir vandláta.
Bar verður á staðnum og eru veitingar á vægu verði, ekki leyfilegt að taka áfengi með inn!

Miðaverð er 450kr. fyrir félagsmenn.
Fyrir þá sem ekki eru félagsmenn þá er miðaverðið 600kr. (150kr. af upphæðinni eru félagsgjöld út félagsárið)
Miða og félagsgjald er hægt að greiða inn á reikning,
3361 16 80487
Muna eftir að skrá nafn/nöfn við greiðslu.
Upplýsingar um miða og félagsgjöld veitir Jóhann sími: 900 68 465 eða E-mail bjarnars@online.no

Gisting
Rica Maritime, Rica Saga og Scandic hotel gefa félagsmönnum afslátt á gistingu þessa helgi þeir sem vilja nýta sér þann kost eru beðnir um að hafa samband við okkur í stjórninni til að fá kóða sem gefa á upp við pöntun á hótelherbergi.
Upplýsingar veita Kristján sími: 91700293 eða Jóhann sími: 900 68 465 eða E-mail bjarnars@online.no.

Vonumst til að sjá sem flesta
Kveðja Stjórnin

 

HØSTFEST Lørdag 25.okt.2014
Grendahuset på Vormedal

Islandsk/Norskforeningen HUGI
arrangerer høstfest, islandske bandet FLUG spiller.

Pris: 450,- pr. person
+ 150,- i medlemsavgift (obligatorisk og gjelder fra mars-mars)

Betales til konto: 3361 16 80487 – husk å skrive navn på hvem billetten gjelder for

Prisen inkluderer: Stor matbuffè med smalahove, salt kjøtt, lammepølser, hestepølser m/ tilbehør, underholdning og dans.
Huset åpner kl 18:30. Bar blir på stedet og derfor ikke tillatt å ta med seg medbrakt inn i huset.

Overnatting
Rica Maritime, Rica Saga og Scandic hotel har avtalt med oss rimelig pris for medlemmer denne helgen. Ta kontakt med oss til å få oppgitt en kode som skal brukes ved bestilling på hotellet.
Kristján tlf.91700293 eller Jóhann tlf: 900 68 465 eller E-mail bjarnars@online.no.

Categories: Auglysingar, Blog, Frettir Tags:

Íslendingafélagið Hugi í Haugesund og nágrenni.

February 1st, 2014 Comments off

 Aðalfundur félagsins er haldinn í  febrúar – mars hvert ár, og mikilvægt að sem flestir mæti.

Félagið heldur  4  uppákomur  hvert ár fyrir félagsmenn.

Þorrablót  er haldið á Þorranum með íslenskum þorramat , ásamt lambalæri og saltkjøti  fyrir þá sem ekki borða þorramat.

Þjóðhátíðardaginn 17 júní höldum við upp á með grillmat, þá oftast úti í náttúrunni.

Haustfagnaður  með  sviðum , saltkjöti og íslenskum bjúgum .

Jólaballið  kemur í lok ársins. Ómissandi fyrir  börnin  bæði stór og lítil. (Frítt fyrir alla).

Til að félagið geti haldið þessar samkomur,  þurfum við að hafa félagsgjöld, ásamt miðaverði .Þau fara í að borga flugmiða , hótel og dagpening fyrir hljómsveitir, húsnæði fyrir  þær uppákomur sem eru haldnar innanhúss. Og svo auðvitað matinn sem er pantaður  frá íslandi.

Öll vinna  við þetta er gerð í sjálfboðavinnu af sjórnarmeðlimum og eru allir velkomnir að hjálpa til.

Categories: Auglysingar, Frettir Tags:

Um félagið Hugi

August 30th, 2013 No comments

 

Íslendingafélagið Hugi er félag fyrir íslendinga og norðmenn hér í norður Rogalandi.

Félagið hefur séð um að halda fjórar samkomur hvert ár frá því að félagið var stofnað árið 2005.

Fastir viðburðir hvert ár eru:

Þorrablót, 17. júní hátíð, haustfagnaður og jólaball.

Þessar samkomur hafa gefist vel í alla staði.

Félagið vill gjarnan fá hugmyndir um annað sem félagsmenn vilja koma á framfæri til okkar í stjórninni.

Vjið erum líka á facebook undirÍslendingafélagið Hugi i Haugesund og nágrenni.

Nánari upplýsingar fást hjá:

Jóhann Bjarnarsson, E-mail bjarnars@online.no

 

Kveðja

Stjórnin.

 

 

 

Categories: Auglysingar, Frettir Tags: