Home > Auglysingar, Frettir > Skráning námsmanna á Norðurlöndum á kjörskrá

Skráning námsmanna á Norðurlöndum á kjörskrá

February 28th, 2018

Skráning námsmanna á Norðurlöndum á kjörskrá

 

Þjóðskrá Íslands hefur breytt fyrirkomulagi vegna skráningar námsmanna á Norðurlöndunum á kjörskrá fyrir sveitarstjórnarkosningar. Breytingin felast í því að umræddir námsmenn þurfa nú að tilkynna það rafrænt til Þjóðskrár Íslands að þeir séu námsmenn til þess að vera teknir á kjörskrá fyrir sveitarstjórnarkosningarnar.

 

Tilkynninguna skal senda rafrænt á eyðublaðinu K-101 sem er að finna á heimasíðu stofnunarinnar, www.skra.is eða á slóðinni https://www.skra.is/umsoknir/eydublod-umsoknir-og-vottord/stok-vara/?productid=9dbd9af2-0fd1-11e8-944e-005056851dd2 . Tilskilið er að framvísa staðfestingu á námsvist. Gert er ráð fyrir því að makar og skyldulið námsmanna tilkynni sig á sama hátt með tilvísun í viðkomandi námsmann. Senda þarf inn nýja tilkynningu fyrir hverjar sveitarstjórnarkosningar.

 

Nánari upplýsingar í síma 515-5300 eða með tölvupósti á skra@skra.is

Categories: Auglysingar, Frettir Tags:
Comments are closed.