Archive

Author Archive

Félagsgjöld 2020

January 6th, 2020 Comments off

Gleðilegt ár kæru samlandar 😉

Þá er komið að hinum árlegu félagsgjöldum 😉

Gjalddagi félagsgjalda fyrir 2020 er 15 febrúar !

Félagsgjöld kr: 300,- fyrir hjón/par í sambýli og kr: 150,- fyrir einstakling. Börn félagsmanna yngri en 18 ára borga ekki félagsgjald en falla undir félagskap foreldra.

Hægt að greiða með vipps/Buy and pay inná vipps reikning félagsins 560883 eða inná banka reikning 3361 16 80487 og merkja sem ársgjald 2020 og nafn/nöfnum viðkomandi 😉

Kveðja

Stjórnin

Categories: Auglysingar, Blog, Frettir Tags:

September 3rd, 2019 Comments off
Categories: Auglysingar, Blog, Frettir Tags:

Stjórnarfundur Íslendingafélagsins Hugi haldinn þann 5.júní 2019 kl 17:00 að Smávardane 4 Kopervik

June 14th, 2019 Comments off

Mættir voru: Vernhard Eiriksson formaður, Gestur Pálsson varaformaður, Heiður Huld Friðriksdóttir ritari,  meðstjórnendur, Jón Magnús Magnússon, Bára Benediktsdóttir, Bryndís Halldórsdóttir og Guðbjörg Guðbjartsdóttir. Ekki til staðar Jóhann G Bjarnarsson gjaldkeri.

Fundargerð.

1. Mál: Kaup á mat, sælgæti og fl.fyrir 17. Júní hátiðina. Skrifaður niður listi  og Vernhard og Gestur sjá  um kaupin og taka nótu.

2. Mál: Vinningar i reipitogi, eggjahlaupi og pokahlaupi ákveðnir , Bryndis og Guðbjörg sjá um það.

3. Mál: Vinningar i Bingó aðalvinningur verður 2 miðar á Haustfagnað Heiður sér um að gera þá og Bára og Heiður sjá um að kaupa aðra vinninga.

3. Mál: Skiptimynnt fyrir sjoppu ætlar Jóhann að sjá um. Hann ætlar einnig að kanna hvor við þurfum eitthvað sérstakt leyfi fyrir að vera með sjoppuna.

4. Mál: Lagalisti Gestur ætlar að sjá um það.

5. Mál: Bingó. Sunna Eiðsdóttir ætlar að kanna hvort hægt sé að fá lánuð bingóspjöld i Eideskole. Verð á bingóspjöldum ákveðið 20 krónur.

6. Mál: Bankakort fyrir félagið. Stjórnin skrifaði undir umboð fyrir gjaldkera vegna umsóknar á bankakorti félagsins.

 Gestur og Vernhard ætla að fara yfir eignir félagsins sem eru til húsa hjá Jóhanni.

Einnig kom fram á fundinum að í Visnes séu 4 flaggstangir og 2 – 4 grill sem við fáum til afnota og eins eru borð og bekkir á staðnum.

Jón Magnús Magnússon verður fjarverandi í vinnu og getur því ekki tekið þátt í hátíðinni með okkur.

Stjórnin mætir i Vísnes kl 10 til að gera klárt.

Fundi slitið kl: 19:10.

Stjórnin.

Categories: Stjornin, Styremøter Tags: