Íslendingafélagið Hugi í Haugesund og nágrenni.

February 1st, 2014 Comments off

 Aðalfundur félagsins er haldinn í  febrúar – mars hvert ár, og mikilvægt að sem flestir mæti.

Félagið heldur  4  uppákomur  hvert ár fyrir félagsmenn.

Þorrablót  er haldið á Þorranum með íslenskum þorramat , ásamt lambalæri og saltkjøti  fyrir þá sem ekki borða þorramat.

Þjóðhátíðardaginn 17 júní höldum við upp á með grillmat, þá oftast úti í náttúrunni.

Haustfagnaður  með  sviðum , saltkjöti og íslenskum bjúgum .

Jólaballið  kemur í lok ársins. Ómissandi fyrir  börnin  bæði stór og lítil. (Frítt fyrir alla).

Til að félagið geti haldið þessar samkomur,  þurfum við að hafa félagsgjöld, ásamt miðaverði .Þau fara í að borga flugmiða , hótel og dagpening fyrir hljómsveitir, húsnæði fyrir  þær uppákomur sem eru haldnar innanhúss. Og svo auðvitað matinn sem er pantaður  frá íslandi.

Öll vinna  við þetta er gerð í sjálfboðavinnu af sjórnarmeðlimum og eru allir velkomnir að hjálpa til.

Categories: Blog Tags:

Um félagið Hugi

August 30th, 2013 No comments

 

Íslendingafélagið Hugi er félag fyrir íslendinga og norðmenn hér í norður Rogalandi.

Félagið hefur séð um að halda fjórar samkomur hvert ár frá því að félagið var stofnað árið 2005.

Fastir viðburðir hvert ár eru:

Þorrablót, 17. júní hátíð, haustfagnaður og jólaball.

Þessar samkomur hafa gefist vel í alla staði.

Félagið vill gjarnan fá hugmyndir um annað sem félagsmenn vilja koma á framfæri til okkar í stjórninni.

Við erum líka á facebook undirÍslendingafélagið Hugi i Haugesund og nágrenni.

Nánari upplýsingar fást hjá:

Jóhann Bjarnarsson, E-mail bjarnars@online.no

 

Kveðja

Stjórnin.

 

 

 

Categories: Stjornin Tags:

Félagsgjöld 2017 / Medlemskontigent 2017

August 19th, 2013 No comments

Minnum á Félagsgjöld fyrir árið 2017.

Samþykkt frá Aðalfundi 14.3.2015 er að félagsárið verði það sama og almanaksárið.

Félagsárið er almanaksárið januar-desember.

Félagsgjaldið er:

150 kr fyrir einstakling

300 kr fyrir hjón/pör

Vinsamlegast greiðið inn á reikning

Reikn/Konto: 3361 16 80487

Merkist með ” Félagsgjald 2017 + nafn”

 

Husk Medlemskontigent 2017.

Vedtatt på Årsmøte 14.3.2015 at medlemskontigent gjelder for kalenderåret.

(Kontigent for januar – desember)

Vennligst innbetal kontigenten til ovenstående konto.

Merkes med ” Kontigent 2017 + navn”

Medlemskapet koster

150 kr per person

300 kr for familie

 

Kveðja/Hilsen

Stjórnin/Styret

Categories: Auglysingar, Frettir Tags: