Þorrablót 4. februar 2017.

January 11th, 2016 Comments off

Þorrablót Íslendingafélagsins Hugi verður haldið þann 4. febrúar 2017 i “Vormedal Grendahus“. Athugið takmarkaður fjöldi miða!
Þeir sem hafa áhuga á að vera með vinnsamlegast tilkynnið það til Jóhanns tlf. 900 68 465 eða E-mail bjarnars@online.no
Þeir sem hafa greitt félagsgjald fyrir 2017 (meðlimsárið er frá 1.1 2017-31.12.2017) greiða kr 450,- pr mann en aðrir gestir greiði kr 600- pr mann. Athugið að það verður að panta og greiða miða í mat fyrir 22.janúar 2017. Miðar greiðist inn á Reikn: 3361 16 80487 merkt Þorrablót 2017 og nafn (nöfn) á viðkomandi. Húsið opnar kl 18:30 fyrir matargesti. Bar verður á staðnum og ekki leyfilegt að taka med sér áfengi inn í húsið.

Hlökkum til að sjá ykkur.
Stjórnin.

Thorrablot blir holdt den 4. februar 2017 i “ Vormedal Grendahus” .
Vennligst bekreft deltakelse snarest til Johann tlf. 900 68 465 eller E-Mail bjarnars@online.no og betal billettene til konto 3361 16 80487 før 22. januar 2017 p.g.a. bestilling av mat fra Island. Bemerk at det er begrenset antall billetter!
Merk ! Merkes med Torrablot 2016 og navn på vedkomende som skal delta for å markere hvem som har betalt.
For de som har betalt medlemskontingent for 2017 (medlemsåret er fra 1.1. 2017-31.12. 2017) koster det kr 450,- pr person, for andre gjester som ønsker å delta koster det kr 600,- pr person.
Huset åpner kl 18:30. Bar blir på stedet og derfor ikke tillatt å ta med seg medbrakt inn i huset.

Mvh
Styret

Categories: Auglysingar, Frettir Tags:

Íslendingafélagið Hugi í Haugesund og nágrenni.

February 1st, 2014 Comments off

 Aðalfundur félagsins er haldinn í  febrúar – mars hvert ár, og mikilvægt að sem flestir mæti.

Félagið heldur  4  uppákomur  hvert ár fyrir félagsmenn.

Þorrablót  er haldið á Þorranum með íslenskum þorramat , ásamt lambalæri og saltkjøti  fyrir þá sem ekki borða þorramat.

Þjóðhátíðardaginn 17 júní höldum við upp á með grillmat, þá oftast úti í náttúrunni.

Haustfagnaður  með  sviðum , saltkjöti og íslenskum bjúgum .

Jólaballið  kemur í lok ársins. Ómissandi fyrir  börnin  bæði stór og lítil. (Frítt fyrir alla).

Til að félagið geti haldið þessar samkomur,  þurfum við að hafa félagsgjöld, ásamt miðaverði .Þau fara í að borga flugmiða , hótel og dagpening fyrir hljómsveitir, húsnæði fyrir  þær uppákomur sem eru haldnar innanhúss. Og svo auðvitað matinn sem er pantaður  frá íslandi.

Öll vinna  við þetta er gerð í sjálfboðavinnu af sjórnarmeðlimum og eru allir velkomnir að hjálpa til.

Categories: Blog Tags:

Um félagið Hugi

August 30th, 2013 No comments

 

Íslendingafélagið Hugi er félag fyrir íslendinga og norðmenn hér í norður Rogalandi.

Félagið hefur séð um að halda fjórar samkomur hvert ár frá því að félagið var stofnað árið 2005.

Fastir viðburðir hvert ár eru:

Þorrablót, 17. júní hátíð, haustfagnaður og jólaball.

Þessar samkomur hafa gefist vel í alla staði.

Félagið vill gjarnan fá hugmyndir um annað sem félagsmenn vilja koma á framfæri til okkar í stjórninni.

Við erum líka á facebook undirÍslendingafélagið Hugi i Haugesund og nágrenni.

Nánari upplýsingar fást hjá:

Jóhann Bjarnarsson, E-mail bjarnars@online.no

 

Kveðja

Stjórnin.

 

 

 

Categories: Stjornin Tags: